UPPLÝSINGAR OG SKILMÁLAR

 

Afhending vöru

Þegar þú verslar í netverslun eldadesign.is getur þú valið hvort þú viljir fá vöruna senda heim með Íslandspósti eða sækja hana eftir samkomulagi á lager að Breiðás 3, 2. hæð, 210 Garðabær.

Pantanir eru sendar með Íslandspósti innan þriggja virkra daga frá því að greiðsla er móttekin. Pakkinn fer á pósthús næst þínu heimili. Hægt er að fá sent heim að dyrum gegn auka gjaldi, Íslandspóstur gerir þó aðeins eina tilraun til að afhenda pakkann og ef engin er heima verður hægt að nálgast hann á pósthús næst þínu heimili.

Eldadesign.is áskilur sér rétt til að hætta við pöntun, t.d. ef vara reynist uppseld, vegna rangra verðupplýsinga og vara er ekki lengur í boði.

Ef pöntuð flík er ekki til í netverslun / lager er áætlaður framleiðslutími 1-3 vikur nema annað sé tekið fram. Þetta á t.d. við þegar flík er sérpöntuð frá ELDA design samkvæmt samkomulagi við hönnuð.

 

Skilafrestur

14 daga skilafrestur er frá því að pöntun er móttekin þegar pantað er í gegnum netverslun. Kaupandi greiðir sendingarkostnað við skil nema um gallaða vöru sé að ræða. Ef vörunni er skilað innan 14 daga þá er hún endurgreidd að fullu eða hægt að skipta í aðra vöru ef neðangreind skilyrði eru uppfyllt:

  • Varan þarf að vera í upprunalegu ástandi, ónotuð og óþvegin.
  • Vörunni þarf að fylgja kvittun og verðmerkingin á.
  • Varan sé ekki sérpöntun. Það er að flík hefur verið saumuð eftir máli eða með einhverjum breytingum frá upprunalegu sniði (séróskir).

Hafið samband gegnum skilaboð á Facebook: @elda101 eða tölvupósti: eldadesign1@gmail.com ef þið viljið skipta eða skila vöru.

 

Verð og greiðsla

Athugið, að verð í netverslun getur breyst án fyrirvara.

Öll verð á síðunni eru birt með fyrirvara um prentvillur.

Frír sendingarkostnaður innanlands sent á pósthús næst þínu heimili .

Greiðsla fer fram með millifærslu eða greiðslukorti: Visa, Mastercard, Maestro,JBS,Union pay, Visa electron og American express í gegnum örugga greiðslusíðu Borgun hf. skv. greiðsluskilmálum Borgunar.

Ef valið er að greiða með millifærslu er mikilvægt að greiða heildarupphæðina sem fyrst svo hægt sé að afgreiða vöruna. Ef engin greiðsla er móttekin fyrir pöntun innan 3ja daga getur pöntun verið eydd.

 

 Trúnaður

Eldadesign.is biður aðeins um þær upplýsingar, sem nauðsynlegar eru vegna greiðslu fyrir vörur og sendingar. Fullum trúnaði er heitið um allar upplýsingar frá kaupanda í tengslum við viðskiptin. Engar upplýsingar eru afhentar þriðja aðila, nema þær sem nauðsynlegar eru til að koma vörunni til skila, þ.e. nafn, heimilisfang og símanúmer.

 

Um ELDA design

Eldadesign.is er netverslun með hönnun og framleiðslu eftir Elínu Eddu Þorkelsdóttir, kjólaklæðskera.

Lager er að Breiðás 3, 2 hæð, 210 Garðabær 

Netfang: eldadesign1@gmail.com

Sími: 611-3135 / 662-6658 (eftir kl.15 virka daga)

 

Lög og varnarþing

Ákveði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfur á hendur netverslun eldadesign.is á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi að kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.

En endilega hafðu samband ef þú ert eitthvað ósátt við viðskiptin og við gerum okkar besta til að leysa úr því.